
Hrafn Magnússon skrifar:
Það er pólitík því hún er einnig í hafragrautnum. Þess vegna eiga fyrrverandi ráðherrar og alþingismenn að segja: „Ég hef hætt opinberum afskiptum af stjórnmálum en ég er ekki hættur í pólitík.“
Þegar stjórnmálamenn hætta á Alþingi segja þeir oft; „ég er hættur í pólitík.“
Flestir hverfa undir radarinn og maður hefur ekki hugmynd hvað þeir eru að gera. Kannski er það vegna þess að fjölmiðlar hafa ekki lengur af þeim að segja. En getur nokkur beinlínis hætt í „pólitík“
Pólitík er um allt. Og jafnvel í hafragrautnum, eins og vís maður sagði. Ef tollastríð Trumps berst til Íslands þá hækka innfluttar vörur vegna mótvægisaðgerða stjórnvalda og kaupmáttur almennings skerðist. Fólk tekur afstöðu vegna afleiðinga af slíkri framferði.
Það er pólitík því hún er einnig í hafragrautnum. Þess vegna eiga fyrrverandi ráðherrar og alþingismenn að segja: „Ég hef hætt opinberum afskiptum af stjórnmálum en ég er ekki hættur í pólitík.“