- Advertisement -

Er hægt að ganga lengra fram í of­beldi gegn ein­um ein­stak­lingi?

Já, það erum við að gera og einnig að gera fjár­nám hjá ein­stak­lingi, því hann get­ur ekki borgað fyr­ir ólög­lega vist­un­ina.

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, skrifar:

Hér áður fyrr voru rétt­indi veiks fólks fót­um troðin og það sett í nauðung­ar­vist­un og jafn­vel flutt hreppa á milli í ánauð við óviðun­andi aðstæður.

En hvernig er staðan á þess­um mál­um í dag í okk­ar ríka lýðræðis­ríki? Er verið að nauðung­ar­vista lamað fólk inni á hjúkr­un­ar­heim­il­um? Já, það erum við að gera og einnig að gera fjár­nám hjá ein­stak­lingi, því hann get­ur ekki borgað fyr­ir ólög­lega vist­un­ina.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Því miður.

Já, það er verið að neyða hreyfi­hamlaðan ein­stak­ling til að vera á stofn­un sem hann vill ekki vera á og þá einnig að gera fjár­nám í hús­eign hans. Er hægt að ganga lengra fram í of­beldi gegn ein­um ein­stak­lingi? Því miður er fjöldi dæma á undanförnum árum um svipaða meðferð á veiku fólki sem get­ur ekki varið sig og verður að lifa við svona öm­ur­leg­ar aðstæður.

Veikt fólk og hvað þá ungt eða miðaldra fólk sem á rétt á NPA-samn­ingi á ekki að vista á hjúkr­un­ar­heim­ili sem eru fyr­ir 67 ára og eldri. Það má ekki út­víkka heim­ild­ir og brjóta mann­rétt­indi á hreyfi­hömluðu fólki með nauðung­ar­vist­un á hjúkr­un­ar­heim­ili bara til að spara hjá ríki og sveit­ar­fé­lög­um.

Já, spara á kostnað þeirra sem ekki geta varið sig og það á sama tíma og það virðist vera til fullt af pen­ing­um til að tak­ast á við COVID-19. Spurn­ing er hvort þetta sé það sem koma skal og ríkið og sveit­ar­fé­lög séu búin að finna breiðu bök­in hjá hreyfi­hömluðum, ör­yrkj­um og eldri borg­ur­um og hjá þeim eigi bara að spara vegna COVID-19?

Þetta er fyrri hluti greinar sem Guðmundur Ingi skrifaði og birt er í Mogganum í dag.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: