- Advertisement -

Er gróft fjár­hags­legt of­beldi

…og skerða hann síðan í spað…

„Þá er það ekk­ert annað en gróft fjár­hags­legt of­beldi að segj­ast borga veiku fólki og eldri borg­ur­um jólabónus upp á um 44.500 krón­ur og skatta og skerða hann síðan í spað, þannig að ekk­ert er eft­ir. Jú, auðvitað hjá sum­um er tapið eft­ir og það hjá þeim sem verst fara út úr þess­ari furðulegu jóla­gjöf. Þetta sama skatta- og skerðingaplat er einnig gert við or­lof­s­upp­bót­ina að sumri til. Það væri hægt að borga þenn­an jólabónus skatta- og skerðingalausan í um 50 til 100 ár til ör­yrkja og eldri borg­ar fyr­ir tapið hjá Íbúðalán­sjóði.

Þá er einnig flokkuð sem kostnaður hver ein­asta króna sem þessi rík­is­stjórn þarf að borga til ör­yrkja og eldri borg­ara, en bara tapið hjá Íbúðalána­sjóði mundi til dæm­is duga í um sex ár fyr­ir skatta og skerðing­ar­leysi á líf­eyr­is­laun­um upp á 300.000 krón­ur á mánuði fyr­ir þenn­an hóp hjá Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins.“

Þannig skrifaði hinn ódeigi þingmaður Flokks fólksins, Guðmundur Ingi Kristinsson, og Mogginn birtir í dag.

Þá er auðvitað farið eft­ir jafn­ræðis­regl­unni þegar við þing­menn fáum 181.000 krón­ur í jólabónus, at­vinnu­laus­ir 80.000 krón­ur og ör­yrkj­ar 44.500 krón­ur. Full­kom­inn jöfnuður þar?

„Þings­álykt­un­ar­til­laga Flokks fólks­ins um að ör­yrkj­ar fengju 300.000 krón­ur skatta- og skerðing­ar­laust var feld á Alþingi rétt fyr­ir jól. Kostaði of mikið og þetta væri brot á jafn­ræðis­regl­unni og með henni væri verið að mis­muna at­vinnu­laus­um og náms­mönn­um. Hvar er þessi jöfnuður þegar lág­marks­laun eru 300.000 á mánuði, at­vinnu­laus­ir fá 280.000 á mánuði og flest­ir ör­yrkj­ar fá 250.000 krón­ur fyr­ir skatt? Þá er auðvitað farið eft­ir jafn­ræðis­regl­unni þegar við þing­menn fáum 181.000 krón­ur í jólabónus, at­vinnu­laus­ir 80.000 krón­ur og ör­yrkj­ar 44.500 krón­ur. Full­kom­inn jöfnuður þar?“ Þannig skrifar Guðmundur Ingi.

Guðmundi Inga er tamt að tala upp hið mikla klúður í löggjöfinni um Íbúðalánasjóð.

„Er það ekki kostnaður fyr­ir rík­is­sjóð að tapa hundruðum millj­arða króna hjá Íbúðalána­sjóði vegna mistaka við lán­töku hjá sjóðnum? Tap sem verður vegna þess að lán­tak­and­inn hjá sjóðnum get­ur greitt upp sitt lán, en Íbúðalána­sjóður get­ur ekki greitt lánið upp hjá lán­veit­anda hans. Sjóður­inn sit­ur uppi með vaxtamun árum sam­an og tapið hleyp­ur á um 150 millj­örðum til 300 hundrað millj­arða króna ef allt fer á versta veg.

Á sama tíma er talað um það á Alþingi af nú­ver­andi rík­is­stjórn og þá sér­stak­lega fjár­málaráðherra að það hafi verið kostnaður upp á um 5 millj­arða króna að leiðrétta skerðing­ar á líf­eyr­is­laun­um eldri borg­ara hjá Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins. End­ur­greiðsla vegna lög­brota sem voru gerð vís­vit­andi og vilj­andi með ólög­leg­um aft­ur­virk­um lög­um á Alþingi er flokkuð sem kostnaður. Það er ekki kostnaður að borga sam­kvæmt lög­um, lög­leg­an rétt líf­eyr­is­launaþeg­ans.

Það er furðulegt að það sé alltaf kostnaðartal sem fer af stað þegar á að borga ör­yrkj­um, eldri borg­ur­um og at­vinnu­laus­um hækk­un á þeirra líf­eyri. Líf­eyr­is­launaþegar hjá Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins eru þeir einu sem ekki hafa fengið leiðrétt­ingu á sín­um líf­eyri aft­ur í tíma og það frá hrun­inu, eins og all­ir aðrir hafa fengið. Er það jöfnuður?“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: