- Advertisement -

Er glænýr og dýr leikskóli ónýtur?

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins skrifaði:

Glæný Brákaborg, hönnunarverðlaun Grænu skóflunnar er nú kannski bara ónýt. Sprungur eru í veggjum og dyrakarmar skakkir vegna misreiknings. Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans var meira en tilgreint var í teikningum eins og segir í fréttinni. Verið er að skoða hvar ábyrgðin liggur.

Brákarborg opnaði við Kleppsveg, þar sem áður var húsnæði Adams og Evu, síðsumars 2022 og hlaut þá hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Ýmsum foreldrum gramdist verðlaunaveitingin vegna þess að skólinn var þá ekki enn tilbúinn eins og segir í þessari frétt.

Það sem ég held að foreldrar vilji helst fyrir börn sín eru traustir leikskólar sem virka. Enginn er að biðja um eitthvað pjatt og prjál hvað þá torfþak. Nú liggur fyrir mat tveggja verkfræðistofa þar sem staðfest er að þakið uppfyllir ekki gildandi hönnunarstaðla. Eitthvað mun þetta nú koma við pyngju borgarsjóðs og borgarbúa.

Þú gætir haft áhuga á þessum

https://www.visir.is/…/faera-bornin-eftir-ad-skemmdir-i…


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: