Stjórnmál Orri Páll Ormarsson Moggamaður skrifar í Mogga morgundagsins ný nálgun á aumri stöðu Vinstri grænna.
„Maður hallast að því að fylgishrun VG sé þrátt fyrir Katrínu Jakobsdóttur en ekki út af henni. Væri flokkurinn ekki bara að þvælast í einhverjum 2% án hennar? Segið þið mér! Og hvað ef hún segir fyrir næstu kosningar: „Hey, krakkar. Ég nenni þessu ekki lengur og er farin upp í sumarbústað að skrifa glæpasögur!“ Eða þá að hún sækist eftir því að flytja lögheimili sitt að Bessastöðum. Yrði VG þá á vetur setjandi? Hver ætti að taka við flokknum? Hvala-Svandís?
Er ekki líklegast að fylgið hrökkvi nú af flokknum vegna óánægju í grasrótinni með hlut hans í stjórnarsamstarfinu? Að menn sjái það svo að VG hafi alfarið lent undir stóru bræðrum sínum tveimur.
Já, þetta fylgishrun VG eru stórmerkileg pólitísk tíðindi. Er draumur vinstrimanna um einn stóran og sameinaðan flokk á sínum enda ássins loksins að verða að veruleika? Eins og stefnt var að um síðustu aldamót.“
Kannski er fylgishrunið þrátt fyrir Katrínu. Ekki hennar vegna. Þetta er ný nálgun og forvitnileg. Grein Orra Páls er lengri en tilvitnunin hér að ofan.