- Advertisement -

Er freka konan verri en freki karlinn?

Enn þéttast raðir gamla íhaldsins og Miðflokksins. Fyrst gengu hersingarnar í takt með orkupakkann sem sameiningartákn. Nú er það borgarlínan.

Davíð Oddsson, sem fer fyrir gamla íhaldinu, skrifar í blað sitt í dag og vitnar til góðs vinar síns og samherja í áratugi:

Vil­hjálm­ur Þ. Vil­hjálms­son, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri, kem­ur inn á þetta í grein í blaðinu í gær og seg­ir: „Ekki kæmi á óvart að Borg­ar­línu­verk­efnið yrði veru­lega kostnaðarsam­ara en nú er gert ráð fyr­ir.“

Davíð segir svo: „Eng­inn get­ur full­yrt nú hver kostnaður­inn við Borg­ar­lín­una verður þegar upp er staðið, en þeir sem knýja á um að ráðist verði í fram­kvæmd­ina, eða samþykkja hana í borg­ar­stjórn eða á Alþingi, verða að standa sig mun bet­ur í að láta meta kostnaðinn og skoða meðal ann­ars hvernig sam­bæri­leg verk­efni, þar með tal­in lest­ar­verk­efni, í er­lend­um borg­um hafa farið langt yfir kostnaðaráætl­un. Og þá er ekki einu sinni byrjað að ræða áætlaðan rekstr­ar­kostnað, sem hef­ur verið eitt best varðveitta leynd­ar­mál þessa vafa­sama risa­verk­efn­is.“

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Pírati og formaður skipu­lags- og sam­gönguráðs Reykja­vík­ur, skrifaði í Moggann í gær og kallaði Davíð „freka karlinn“. Það meiddi Bergþór Ólason, Miðflokki og formann samgöngunefndar Alþingis. Bergþór skrifar í Moggann í dag um Sigurborgu Ósk: „Þar lýsti hún því að tími freka karls­ins væri liðinn.“ Og: „Svo virðist sem freka kon­an sé hálfu verri en freki karl­inn.“

Bergþór skrifar einnig og freistar þess að ná Viðreisn yfir í fylkingu Miðflokks og gamla íhaldsins: „Nú­ver­andi meiri­hluti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík, með öll­um sín­um vara­dekkj­um, virðist ætla að setja und­ir sig haus­inn og þvinga íbúa höfuðborg­ar­inn­ar inn í svo­kallaða borg­ar­línu. Allt ger­ist þetta nú í boði Viðreisn­ar, sem tók að sér að vera nýj­asta vara­dekkið und­ir vagni borg­ar­stjóra. Lít­il veiklu­leg vara­dekk sem ætluð eru til þess eins að koma bif­reið á næsta dekkja­verk­stæði ganga und­ir ákveðnu nafni. Það kem­ur á óvart að flokk­ur Bene­dikts Jó­hann­es­son­ar taki að sér að vera í því hlut­verki.“

Komandi kosningavetur verður hrein dásemd.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: