DO: Reyna að koma aftan að þjóðinni.
Davíð Oddsson í Reykjavíkurbréfi morgundagsins:
Hér heima eru ráðherrar í öðru. Í vikunni héldu þeir „leynifund“ með þingmönnum sínum um að koma orkupakka þrjú með leiftursókn í gegnum þingið. En það er ekki öruggt að þeir nái samt að koma aftan að þjóðinni í málinu, enda geta þeir illa rökstutt hvað fyrir þeim vakir og hvaða nauðsyn knýr þá áfram.
Það var einmitt vandinn með Icesave. Forysta Sjálfstæðisflokksins gat ekki og getur ekki enn útskýrt hvers vegna hún brást óvænt í því máli og almennir flokksmenn eru því enn á verði gagnvart henni og fylgið sem hvarf hefur ekki komið til baka. Það myndi ekki skaða hana núna ef hún leitaðist við að draga upp þá mynd af sjálfri sér að hún sé þrátt fyrir þetta örlagaþrungna axarskaft fremur í hópi vina þjóðarinnar en óvina hennar, sem reyndist henni svo dýrkeyptur flokkadráttur síðast.