Sveinseyrarpóstur Sigurðar G. Tómassonar:
Finnst fólki eðlilegt að ráðherra sýni samtökum öryrkja þá lítilsvirðingu að svara ekki bréfum frá þeim? Alveg er sama hvað Bjarna Benediktssyni finnst um efnið, þá er þetta óverjandi.
Hef alltaf verið fordómafullur gagnvart sjónvarpi. Það tekur mikilvægustu skilningarvitin og skilur ekkert eftir fyrir ímyndunaraflið. En ég mundi sjálfsagt nota það gegn depurðinni ef ég væri ekki blindur!
Frá blautu barnsbeini var mér innrætt fyrirlitning á þvaðri sem byggðist á fáfræði. Í þessum efnum hefur mér ekki vaxið umburðarlyndi með aldrinum.
Þú gætir haft áhuga á þessum