Fréttir

„Er ekki nokkur lifandi manneskja að vinna hjá þessu fyrirtæki??????“

By Ritstjórn

June 10, 2022

Leikkonan Edda Björgvinsdóttir upplifði mikinn æsing þegar hún reyndi að komast í samband við starfsfólk Play flugfélagsins í fyrrakvöld. „Hvernig í andsk… nær maður sambandi við einhvern starfsmann hjá flugfélaginu PLAY????? ,“ spurði hún á Facebook eftir að hafa reynt allar leiðir sem Eddu datt í hug til að komast í samband við starfsmann:

„Ég er búin að senda e-mail, og líka sms skilaboð, skrifa þeim á messenger og senda skilaboð á Instagram – en fæ engin viðbrögð. Er ekki nokkur lifandi manneskja að vinna hjá þessu fyrirtæki??????“

Seint og um síðir segist Edda hafa fengið messenger-skilaboð frá yndislegri starfsstúlku Play og þá hafi henni runnið reiðin. „Nú held ég að ég drífi mig bara í háttinn, setji tennurnar í glas, hárkolluna á standinn og fari í hlýju ullarsokkana og kveiki á kvöldsögunni,“ segir Edda.

Leikkonan ástsæla er ekki sú eina sem hefur mislíkað þjónusta Play í vikunni því Diljá Ámundadóttir Zoëga, fyrrverandi borgarfulltrúi, lenti líka í hremmingum. Aðeins tveimur klukkustundum fyrir brottför fékk hún tilkynningu um að flugi hennar hafi verið aflýst:

„Flugfélagið PLAY er að valda mér gífurlegum vonbrigðum núna.

Við erum hérna fimm vinkonur komnar í Leifsstöð tveimur tímum fyrir bröttför og þegar það kemur að því að tjekka töskurnar inn fáum við þær upplýsingar að það sé búið að aflýsa fluginu okkar. Án skýringar.

Það kemur enginn starfsmaður frá Play að tala við okkur heldur er ekki hægt að hringja inn í þjónustuver. Það svarar okkur enginn á Messenger hjá flugfélaginu. Náum engu sambandi.

Við fengum póst þar sem er rætt um að geta bókað hótel i Keflavík ( en linkurinn virkar ekki) eða endurgreiðslu. Við erum með dýra gistingu bókaða á áfangastað sem við fá um ekki endurgreidda með þessum fyrirvara.

Hvernig er hægt að koma svona fram við farþega? Þvílík skömm af þessu. Mig langar til að leggjast í golfið og hágráta úr vonbrigðum.“