Stjórnmál

„Er ekki komið nóg af hundakúnstum forseta“

By Miðjan

March 09, 2023

Anna Kolbrún Árnadóttir, sem nú situr á Alþingi sem varamaður Sigmundar Davíðs, kvaddi sér hljóðs á Alþingi og sagði:

„Ég verð að fá að koma hér upp því að forseti hefur legið á lögfræðiáliti um hvort opinbera skuli greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol og borið við trúnaði. Nú ber svo við að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur afhent þriðja aðila lögfræðiálitið. Hvernig má það vera að forseti gæti ekki betur að rétti okkar þingmanna? Nú er vitað að niðurstaða álitsins er hin sama og lögfræðiálits sem var unnið fyrir Miðflokkinn árið 2020, þ.e. að birta beri greinargerðina, en flokkurinn hefur barist fyrir því í tæp fimm ár. Er ekki komið nóg af hundakúnstum forseta, ekki er hægt að kalla þetta annað, og vanvirðingu hans í garð alþingismanna? Er ekki rétt að birta loks greinargerðina og þó fyrr hefði verið?“

Forseti vill geta þess að forseta hafa borist upplýsingar um þessa niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál og verður að sjálfsögðu farið yfir það hér,“ svaraði Birgir Ármannsson þinforseti.