- Advertisement -

Er ekki bara best að hækka gjöld á heimilin? Krónutölugjöldin hækka

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir.
Skjáskot: Silfrið.

“Á allt sumar hafa vaxtahækkanir Seðlabankans verið kvíðaefni á heimilum landsins. Verðbólga er í hæstu hæðum hér eins og víða annars staðar og verðbólgan er vissulega ekki íslenskt vandamál,” sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn á Alþingi fyrir fáu, augnablikum.

Hín hélt áfram: En vextirnir hér eru margfalt hærri en t.d. í Danmörku þrátt fyrir að þar sé svipuð verðbólga. Í allt sumar hefur fjárlagafrumvarp verið í smíðum hjá ríkisstjórninni, ríkisstjórn þar sem sitja 12 ráðherrar í 12 ráðuneytum hjá 380.000 manna þjóð. Fjölgun ráðherra og ráðuneyta leiddi af sér kostnað upp á einhverja milljarða og við eigum sennilega heimsmet í fjölda ráðherra miðað við höfðatölu. Fjárlagafrumvarpið hljóðar upp á næstum 90 milljarða kr. halla og fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins er vaxtakostnaður.

En skilaboð ríkisstjórnarinnar eru alveg skýr: Hvað með það þótt útgjöldin blási út án þess að þjónustan batni? Hvað með það þótt mikilvægum fjárfestingum í innviðum sé frestað? Hvað með það þó að læknar í sérnámi erlendis vilji ekki lengur koma heim eftir nám? Hvað með það þótt hjúkrunarfræðingar hætti störfum? Hvað með það þó að aðstaða á krabbameinsdeild Landspítalans sé óboðleg? Og hvað með það þó að heimilin séu að kafna vegna hækkandi lána? Er ekki bara best að hækka gjöld á heimilin? Krónutölugjöldin hækka. Hæstu áfengisskattar og -gjöld Evrópu verða enn hærri þrátt fyrir að formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra hafi sagt að þessi gjöld væru komin að ystu mörkum. Fjárlagapólitík snýst í reynd um eina einfalda en mikilvæga spurningu: Hvernig virkar samfélagið okkar best? Fjárlögin eiga að vera leiðin að þessu markmiði. Við eigum að fara vel með fjármuni ríkisins. Við eigum að verja þeim í mikilvæga þjónustu í þágu almannahagsmuna. Það á ekki að þenja ríkið út bara af því bara og skilja svo reikninginn eftir fyrir næstu ríkisstjórn.”

Þú gætir haft áhuga á þessum

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: