Er eitthvað að marka Össur?
- krónan er mörgum umhugsunarefni. Ekki síst þeim sem eru með starfsemi víða í veröldinni. Össur er þar á meðal.
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, var í löngu viðtali í nýjasta Viðskiptablaðinu. Margt bar þar á góma og þar á meðal rekstrarumhverfið hér á landi og þá íslenska krónan.
Sveiflurnar verstar
„Rekstrarumhverfið á Íslandi hentar mjög illa fyrir fyrirtæki eins og Össur. Að mörgu leyti er það ómögulegt. Það verður bara að segjast eins og er. Ástæðan er aðallega krónan. Vandamálið er ekki það að krónan sé of sterk eða veik, heldur hversu sveiflukennd hún er. Langstærsti hlutinn af okkar starfsemi er erlendis, en um 10% af kostnaðinum eru í íslenskum krónum á með an salan er engin. Hagnaðarhlutfallið minnkar eða eykst þegar krónan fer upp eða niður. En ef evran fer upp eða niður er svo mikill kostnaður í evrum að það vegur alltaf upp á móti. Við höfum gert upp í dollurum síðan 2001 og launakostnaðurinn hér á landi á síðustu þremur árum hefur hækkað miklu meira en 50% í dollurum talið út af krónunni. Ísland er svo lítið og sveiflurnar í hagkerfinu það miklar að þetta er einfaldlega ekki gott umhverfi. Við þurftum að endurskoða áætlanir fyrirtækisins fyrir árið vegna styrkingar krónunnar. Það hefur engin ákvörðun verið tekin um að færa stöðugildi úr landi, en til lengri tíma litið mun þrýstingur aukast að það verði skoðað.“
Ísland er þróað samfélag
Viðskiptablaðið spurði: Telur þú að hag Íslands væri betur borgið með öðru gjaldmiðlafyrirkomulagi?
„Ég hef ekki farið dult með þá skoðun mína að við ættum að skoða að taka upp annan gjaldmiðil. Auðvitað mótast mitt sjónarhorn af starfi mínu fyrir Össur, sem er alþjóðlegt fyrirtæki og lítur þar af leiðandi öðrum lögmálum en mörg önnur starfsemi á Íslandi. Flest fyrirtæki á Íslandi sem eru með alþjóðlega starfsemi gera upp í erlendri mynt. Svo eru tvær myntir í landinu – verðtryggð króna og óverðtryggð króna. Það er því varla hægt að halda því fram að hér sé allt í stakasta lagi með krónuna.“
En af hverju eru höfuðstöðvar fyrirtækisins og stór hluti þróunarstarfseminnar þá á Íslandi?
„Ísland er þróað samfélag með mikinn jöfnuð, litla spillingu og trausta innviði. Þrátt fyrir galla krónunnar þá eru þetta miklir kostir í fyrirtækjarekstri. Menntun og þekking á ýmsum sviðum er einnig hátt hér á landi og við erum að útskrifa vel menntaða einstaklinga. Það skiptir mjög miklu máli fyrir okkur, þar sem við erum með stóran hluta af þróunarstarfinu hér á landi og þurfum að hafa aðgang að vel menntuðum mannauði. Hins vegar er það einfaldlega þannig að við erum mjög lítið land sem ekki býð ur upp á miklar sérhæfingu. Það er því óhjákvæmilegt að við leitum í auknum mæli út fyrir landsteinana til að fá sérfræðiþekkingu.“
Orð Jóns Sigurðssonar, í Viðskiptablaðiniu, er alvarleg. Staða Íslands er veik. Króna er einsog lauf í vindi. Þá er spurt hvort leggja eigi við hlustir þegar maður sem Jón tala og benda á annmarkana. Víst er að, eftir þennan lestur, að alls ekki er öruggt að Össur verði áfram með höfuðstöðvar hér á landi. Það munar um minna.
-sme