- Advertisement -

Er efnahagsleg „ísöld“ að ganga í garð?

Styrmir Gunnarsson skrifaði: „Umfjöllun um efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar eru miklar í erlendum fjölmiðlum. Á vef Daily Telegraph í dag er að finna grein, þar sem þeim er lýst á þann veg, að eins konar efnahagsleg „ísöld“ sé að ganga í garð.

Þetta er alveg nýtt hugtak í umræðum um efnahagsmál en lýsir sennilega vel stöðu mála. Það er eins og samfélög á Vesturlöndum  (og raunar um heim allan) hafi verið sett í frost. Það gerist ekkert fyrir utan það að fólk þarf að kaupa í matinn. Götur stórborganna beggja vegna Atlantshafs eru auðar. Það er enginn að kaupa neitt og það getur enginn selt neitt. Sennileg er „ísöld“ í efnahagslegum skilningi það orð sem lýsir stöðu mála best.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: