Stjórnmál

Er COVID-19 happafengur meirihlutans?

By Miðjan

March 22, 2020

„Lagt er til að borgarráð samþykki að veita fjármála- og áhættustýringarsviði tímabundna heimild til að taka á leigu húsnæði án samþykktar borgarráðs vegna óvissuástands sem ríkir nú vegna COVID-19 faraldurs,“ segir í tillögu meirihlutans í borgarráði.

Vigdís Hauksdóttir Miðflokki var ekki samþykk tillögunni: „Hér er verið að leggja til mikið valdaframsal kjörinna fulltrúa til embættismanna borgarinnar á fjármála- og áhættustýringarsviði. Enn á ný er minnt á að COVID-19 verði ekki notuð sem hvalreki eða happafengur í rekstri borgarinnar. Hér er verið að fara á svig við lög og innkaupareglur borgarinnar. Er ástandið svo slæmt að kippa eigi öllu úr sambandi? Nei svo er ekki.“