- Advertisement -

Er Bjarni til rannsóknar í fjármálaráðuneyti?

- og ef ekki, hvers vegna? Þannig spyr varaþingmaðurinn Björn Valur Gíslason

Björn Valur spyr Benedikt áfram og nú hvort hafi verið rannsókn á því, innan ráðuneytisins, eða á öðrum vettvangi sem undir ráðherra heyrir, hvers vegna þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra og önnur stjórnvöld létu hjá líða að nýta það tækifæri sem gafst vorið 2016 til að ráða niðurlögum snjóhengjunnar?

Björn Valur Gíslason , varaþingmaður VG og varaformaður þess flokks, hefur lagt fram á Alþingi spurningar þar sem hann spyr Benedikt Jóhannesson nokkurra forvitnilegra spuninga. Meðal annars spyr hann Benedikt hvort hafin sé rannsókn á því, innan ráðuneytisins, eða á öðrum vettvangi hvers vegna þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra, það er Bjarni Benediktsson, og önnur stjórnvöld, létu hjá líða að nýta það tækifæri sem gafst vorið 2016 til að ráða niðurlögum snjóhengjunnar? Og ef ekki, hvers vegna?

Ef ekki almannaghagur, þá hagur hvers?

„Af ræðu fjármála- og efnahagsráðherra…“ „…má ráða að það sé mat fjármála- og efnahagsráðuneytisins að ekki hafi verið vel staðið að aflandskrónuútboði því sem haldið var um miðjan júní 2016 og hagsmunir almennings hafi ekki verið hafðir í fyrirrúmi sem kemur fram í því að ekki hafi verið tekinn sá kostur sem Íslendingar hefðu grætt mest á. Ljóst er að miklir fjármunir í eigu almennings voru í húfi og því brýnt að varpað verði skýru ljósi á þau mál sem ráðherra ýjaði að í ræðu sinni.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þannig hljómar greinagerð með spurningunum m sem Björn Valur hefur lagt fyrir Benedikt Jóhannesson.

Fyrsta spurningin er hvort Benedikt telji það almenna skoðun innan ráðuneytisins að hægt hefði verið að eyða snjóhengjunni vorið 2016 á evrugenginu 165–170 kr. og ef svo er, á hverju sú skoðun sé byggð.

Og í framhaldi af þeirri spurningu er ráðherrann spurður hverjar hann telji ástæður þess að þáverandi stjórnvöld létu ekki verða af því að eyða snjóhengjunni vorið 2016 á evrugenginu 165–170 krónur.

Frændurna greinir á

Í frétt okkar, hér á Miðjunni, um málið segir meðal annars frá Benedikt: „Um mitt ár í fyrra fór fram útboð á aflandskrónum þar sem viðskipti urðu á genginu 190 kr. á evru. Þátttaka í útboðinu olli vonbrigðum en í ráðuneytinu heyri ég að líklegt sé að á þeim tíma hefði verið hægt að þurrka snjóhengjuna svonefndu upp að mestu leyti ef gengið hefði verið 165–170 kr. á evru. Nú sjáum við glöggt að skynsamlegt hefði verið að ljúka viðskiptunum á því gengi. Þáverandi stjórnvöld ákváðu að gera það ekki, kannski vegna þess sjónarmiðs að með því hefði verið gert allt of vel við aflandskrónueigendur.

Eftir á sjá allir að Íslendingar hefðu grætt mjög mikið á því að loka dæminu þá en menn misstu af því tækifæri. Það er rétt að minna á að mikill kostnaður fylgir því að halda úti stórum gjaldeyrisforða og Seðlabankinn hefur haft að undanförnu kostnað bæði af vöxtum og gengistapi. Núverandi stjórnvöld spila úr þeim spilum sem eru á hendi núna og hafa að sjálfsögðu hagsmuni almennings í huga og að leiðarljósi þegar samkomulag er nú gert við aflandskrónueigendur. Aðalatriðið er að almenningur getur nú keypt evrur á miklu lægra verði en eigendur snjóhengjunnar. Efnahagslífið kemst undan höftunum strax.“

„Þetta er auðvitað allt saman einhver eftiráspeki, að standa hér í dag og segja: Ja, það var náttúrlega augljóst í júní 2016 að gengi krónunnar var að fara að styrkjast. En þetta er ekki svona. Þeir sem láta svona ættu að vita mun betur,“ sagði Bjarni Benediktson forsætisráðherra og beindi orðum til frænda síns og samráðherra, Benedikts Jóhannessonar.

Hvað hefðum við grætt

Áfram með Björn Val og spurningarnar til Benedikts Jóhannessonar. „Hversu mikið telur ráðherra að Íslendingar hefðu grætt á því ef erlendum krónueigendum hefði staðið til boða að flytja eignir sínar úr landi á evrugenginu 165–170 kr. samanborið við þau kjör sem þeim bjóðast nú?“

Og þá næsta spurning: „Hve mikill kostnaður hefur fallið á Seðlabanka Íslands og/eða ríkissjóð vegna þess að það tækifæri sem gafst að mati ráðherra til að losna við snjóhengjuna vorið 2016 var látið ónotað?“


Er verið að rannsaka Bjarna?

Björn Valur spyr Benedikt áfram og nú hvort hafi verið rannsókn á því, innan ráðuneytisins, eða á öðrum vettvangi sem undir ráðherra heyrir, hvers vegna þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra og önnur stjórnvöld létu hjá líða að nýta það tækifæri sem gafst vorið 2016 til að ráða niðurlögum snjóhengjunnar? Ef svo er ekki, hvað veldur.

Birni Vali er þetta hugleikið, hann spyr hvort aðrir hagsmunir hafi ráði för nú, en gerðu í fyrra. Og þá hvaða hagsmunir hafi ráðið för þegar síðustu ráðstafanir til afnáms gjaldeyrishafta voru gerðar.

 Hvað um bætur?

Björn Valur spyr einnig um hvort Benedikt Jóhannesson telj“, „…að þeir aflandskrónueigendur sem tóku þátt í gjaldeyrisútboði Seðlabanka Íslands 16. júní 2016 og skiptu krónum í erlendan gjaldeyri í kjölfar þess á genginu 190 kr. fyrir eina evru geti átt rétt á bótum eða tilboði um sömu kjör og boðin eru aflandskrónueigendum nú, þ.e. 137,50 kr. fyrir eina evru? Lítur ráðherra svo á að yfirlýsingar hans í ræðu á þingfundi 13. mars sl. geti styrkt stöðu þeirra sem leystu krónur sínar út á evrugenginu 190 kr.?“

Og að lokum er stutt spurning: „Hyggst ráðherra leggja fram lagafrumvarp á yfirstandandi þingi um afnám gjaldeyrishafta?“

Hér er hægt að hlusta á orðaskipti frændanna Benedikts Jóhannessonar og Bjarna Benediktssonar á Alþingi.

 

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: