- Advertisement -

Er Bjarni sjálfum sér samkvæmur?

„Nú ber ég það upp við ....ráðherra hvort hún sé ekki örugglega alvarlega að íhuga afsögn,“ sagði Bjarni Benediktsson.

Kæurnefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að þáverandi forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir hafi brotið gegn jafnréttislögum. Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, var ekki skemmt.

„Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsætisráðherra hafi við ráðningu í embætti beitt aðferðum sem ekki standast skoðun jafnréttislaga. Þrátt fyrir skýringar forsætisráðuneytisins um að mat hafi farið fram á hæfni umsækjendanna kemst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að ákvörðunin hafi verið röng og í bága við jafnréttislög,“ sagði hann í þingræðu.

Síðar, í sömu ræðu, sagði hann. „…það blasir við allri þjóðinni að forsætisráðherra hlýtur að vera að íhuga afsögn vegna þessa máls…“

„Nú ber ég það upp við hæstvirtan forsætisráðherra hvort hún sé ekki örugglega alvarlega að íhuga afsögn,“ sagði Bjarni.

 

Nú reynir á Bjarna og staðfestuna. Hæstiréttur Íslands hefur sagt Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra hafa brotið landslög. Hvað skoðun hefur Bjarni nú?

sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: