- Advertisement -

Er Bjarni góður formaður eða vondur?

Hversu mikla ábyrgð Bjarni Benediktsson ber á fylgishruni Sjálfstæðisflokks er óvíst. Hitt er víst að sem formaður verður að hann taka talsverða ábyrgð á hvernig komið er. Eða hvað?

Er víst að aðstandendur Sjálfstæðisflokksins meti stöðu flokksins út frá fjölda þingmanna? Skiptir þá kannski meira máli að vera við völd. Ná fram sínum hagsmunum? Bjarna hefur tekist vel hvað það varðar. Hann berst gegn breytingum á kvótanum, gegn Evrópusambandinu og gegn breytingum á stjórnarskránni. Er farið fram á mikið meira?

Stærstu fyrirtækin, sem hafa beina tengingu í Valhöll, hafa síðustu vikur fengið ómælda peninga úr ríkiskassanum. Sjóði sem Bjarna er treyst fyrir. Þiggjendurnir geta sennilega seint þakkað Bjarna nógsamlega fyrir greiðann. Kannski er staða Sjálfstæðisflokksins hverrar krónu virði, þegar upp er staðið. Burt séð frá stöðugu fylgishruni. Er á meðan er.

Styrmir Gunnar er ólatur við að sýna okkur inn í hugarheim Valhellinga. Hann skrifar veltir fyrir sér hvað valdi fylgishruninu:

Þú gætir haft áhuga á þessum
Styrmir Gunnarsson:
Önnur hugsanleg skýring er sú, að frjálshyggjustefnan, sem fór að móta mjög stefnu flokksins fyrir tæplega fjórum áratugum og alveg fram að hruni, hafi þrengt mjög ímynd flokksins í hugum kjósenda með þessum afleiðingum.

„Gera verður ráð fyrir að flokkurinn hafi látið kanna það með skoðanakönnunum af því tagi, sem geta leitt það í ljós. Hafi það ekki verið gert er auðvitað sjálfsagt að láta gera slíka könnun eða kannanir,“ þannig skrifar Styrmir á styrmir.is.

„Ein hugsanleg skýring á þessu fylgistapi er auðvitað hrunið. Að þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði haft forystu um landstjórnina frá 1991 til 2009 að mestu leyti, hafi kjósendur komizt að þeirri niðurstöðu, að flokkurinn beri þar með mesta ábyrgð á hruninu,“ skrifar Styrmir.

Hann heldur áfram: „Önnur hugsanleg skýring er sú, að frjálshyggjustefnan, sem fór að móta mjög stefnu flokksins fyrir tæplega fjórum áratugum og alveg fram að hruni, hafi þrengt mjög ímynd flokksins í hugum kjósenda með þessum afleiðingum. Og loks má nefna enn eina hugsanlega skýringu, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið á sig í vaxandi mæli ímynd sérhagsmunagæzlu.“

En hver er þá niðurstaðan? Er Bjarni góður formaður eða vondur? Góður fyrir aðstandendur flokksins. Ekki fyrir hinn almenna flokksfélaga.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: