- Advertisement -

Er Bjarni forsætisráðherra lygalaupur?

„Áætlun hans um kostnað hefur því vaxið um 56% á sama tíma og hælisleitendum fækkar um 58%.“

Gunnar Smári.

Stjórnmál Gunnar Smári skrifaði þessa grein. Þar rekur hann ofan í Bjarna forsætis og þau sem halda fram sömu vitleysu og hann. „Það er því augljóst að verið er að ljúga að þjóðinni,“ segir í grein Smára. Greinin fer hér á eftir:

„Nýjar tölur Útlendingastofnunar sýna að miklum mun að færri leituðu eftir á hæli á Íslandi á fyrstu þremur mánuðum ársins en sömu mánuði í fyrra. Árið 2023 óskuðu 1.393 eftir hæli í janúar til mars en í ár aðeins 590. Munurinn er 803 manns. Samdrátturinn er 58%.

Það er því ekki svo að stjórnlaust ástand sé á landamærunum og grípa verði til aðgerða svo allt fari ekki úr böndunum, eins og merkja má af tali pópúlískra stjórnmálamanna eins og Bjarna Benediktssonar, Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar og Ingu Sæland. Ástandið er þver öfugt á við það sem þetta fólk fullyrðir. Hælisleitendum er ekki að fjölga heldur fækka.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fjöldinn í ár er aðeins 1/4 af því sem var í fyrra.

Flest flóttafólk sem kom til landsins í janúar til mars á þessu ári komu frá Úkraínu eða 371 maður. Fólk utan Úkraínu var aðeins 219. Fólki utan Úkraínu, sem leitar hér hælis, fækkaði um 75%. Fjöldinn í ár er aðeins 1/4 af því sem var í fyrra.

Fólki frá Venesúela hefur fækkað mest, enda hafa stjórnvöld dregið til baka tilboð sitt um að veita öllum sem þaðan koma sjálfkrafa fjögurra ára dvalarleyfi. Hælisleitendum frá Venesúela fækkaði um 87% á fyrstu þremur mánuðum ársins samanburði við sama tíma 2023. Fólk frá Úkraínu fækkaði um 26% og fólk frá öðrum löndum en þessum tveimur um 47%.

Þessi samdráttur í fjölda hælisleitenda gengur illa upp við fullyrðingar stjórnvalda um kostnað, en stjórnmálafólkið hefur hækkað áætlun sína um kostnað á þessu ári í svo til hverju viðtali. Í janúar var fullyrt við okkur að kostnaðurinn yrði 16 milljarðar króna. Í febrúar var kostnaðurinn kominn í 20 milljarða króna og nýlega fullyrti Bjarni Benediktsson að kostnaðurinn yrði 25 milljarðar króna. Áætlun hans um kostnað hefur því vaxið um 56% á sama tíma og hælisleitendum fækkar um 58%.“

Það er því augljóst að verið er að ljúga að þjóðinni. Um fjölgun hælisleitenda og um kostnað vegna þeirra.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: