- Advertisement -

Er Bjarni einn í ríkissstjórninni?

Það er svo sannarlega hægt að auka ráðstöfunartekjur launafólks t.d. með því að ráðast í róttækar kerfisbreytingar. Það er grátbroslegt að fjármálaráðherra skuli hafna sumum af þessum hugmyndum í ljósi þess að um þessi atriði er getið í stjórnarsáttmálanum.

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Alveg magnað að núna þegar kjarasamningar verkafólks eru að fara að verða lausir þá er svigrúm til launahækkana nánast „ekkert“ að sögn fjármálaráðherra. Fjármálaráðherra talaði ekki um að ekkert svigrúm til launahækkana væri til staðar þegar kjararáð hækkaði laun ráðamanna um 45% eða þegar forstjóri Landsvirkjunar hækkaði um 1,2 milljónir á mánuði og eða þegar bankastjóri Landsbankans hækkaði um 56% og bankaráð sagði að um hóflega hækkun væri um að ræða.

Já, núna er ekkert svigrúm enda yfirelítan öll eins og hún leggur sig búin að lagfæra sín laun um hundruði þúsunda eða jafnvel yfir eina milljón á mánuði og það virðist sem yfirelítan líti á alþýðuna sem „grálúsuga“ sem eigi bara að þegja, brosa og borga!

Það er svo sannarlega hægt að auka ráðstöfunartekjur launafólks t.d. með því að ráðast í róttækar kerfisbreytingar. Það er ekki bara launahækkanir einar og sér sem þurfa að koma til þegar ráðstöfunartekjur eru auknar hjá almenningi.

Eins og ég hef áður sagt þá telja formenn Verkalýðsfélags Akraness, Eflingar, VR og Framsýnar að það þurfi að koma til róttækar kerfisbreytingar af hálfu stjórnvalda samhliða komandi kjarasamningum. Kerfisbreytingar þar sem hagsmunir almennings og lágtekjufólks verði hafðir að leiðarljósi en ekki hagsmunir auðvaldsins og fjármálafyrirtækja.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þessar kerfisbreytingar sem við höfum verið að kalla eftir lúta að afnámi verðtryggingar, lækkun vaxta, að húsnæðisliðurinn fari úr lögum um vexti og verðtryggingu. Einnig að skattbyrði milli -og lágtekjufólks verði lækkaðir með hækkun persónuafsláttar og einnig þarf að koma böndum á þá græðgisvæðingu sem er að eiga sér stað á leigumarkaðnum. Það liggur einnig fyrir að lagfæra þarf skerðingarhlutfall barnabóta sem hafa dregist gríðarlega saman á liðnum árum sökum þessa.

Það lítur út fyrir að fjármálaráðherra hafni öllum þessum hugmyndum okkar um kerfisbreytingar í þágu almennings og það er algjörlega grátbroslegt að fjármálaráðherra skuli hafna sumum af þessum hugmyndum í ljósi þess að um þessi atriði er getið í stjórnarsáttmálanum.

En í þessari frétt segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra að hann gefi lítið fyrir fullyrðingar verkalýðsleiðtoganna um róttækar aðgerðir, eins og afnám verðtryggingar, lækkun vaxta og að taka húsnæðisliðinn úr vísitölunni ef flest þessi atriði eru í stjórnarsáttmálanum!

Það er morgunljóst að það stefnir í gríðarleg átök á vinnumarkaði enda virðist ekki neinn vilja vera að finna hjá fjármálaráðherra um að vinna að kerfisbreytingum þar sem hagsmunir almennings verði teknir framyfir hagsmuni fjármálakerfisins. Það virðist vera eins og fjármálaráðherra sé sem nánast einn í þessari ríkisstjórn allavega ræður hann öllu sem hann vill ráða!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: