Er ástæða til að ætla að viðskiptahættir fyrirtækisins séu eitthvað snyrtilegri á Íslandi en í Namibíu?
Gunnar Smári skrifar:
Sif Sigmarsdóttir skrifar pistilinn: „Er ástæða til að ætla að viðskiptahættir fyrirtækisins séu eitthvað snyrtilegri á Íslandi en í Namibíu? Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, taldi engar líkur á ósæmilegum starfsháttum Samherja á Íslandi. „Ég held að það sé nú fjarstæðukennd tilhugsun,“ sagði hann í viðtali. En er hugmyndin svo fjarstæðukennd? Þótt sjávarútvegurinn á Íslandi hafi átt fordæmalaust góðærisskeið síðastliðinn áratug keppist ríkisstjórnin við að lækka veiðigjöldin. Þorsteinn Már Baldvinsson í Samherja hagnaðist um 5,4 milljarða í fyrra – meira en öll fyrirhuguð veiðileyfagjöld næsta árs. Þótt níu af hverjum tíu Íslendingum finnist mikilvægt að kveðið sé á um eignarrétt náttúruauðlinda í stjórnarskrá Íslands breytist aldrei neitt. Hvers vegna viðgengst þetta?“