- Advertisement -

Er Áslaugu Örnu drull sama?

Helga Vala skrifar: Enn á ný gerast ráðherrar í ríkisstjórn sekir um lögbrot, og þessi tiltekni ráðherra fær tvær hirtingar í einni og sömu vikunni, bæði þyrluflug í einkaerindum og ráðning án auglýsingar. Það held ég að hljóti að vera met, jafnvel hjá þessari ríkisstjórn sem hefur sett innanhúsmet í lögbrotum og öðrum ámælisverkum í stjórnartíð sinni. Eitthvað segir mér að henni sé drull, eins og slett er. Hún telur sig eiga þetta og mega þetta, rétt eins og formaður hennar og fóstbróðir sem og ráðherrann sem höfðaði mál gegn umsækjanda um ráðuneytisstjórastöðu sem var svo dregið tilbaka í vikunni eftir áralanga sneypuför ráðherrans og varaformanns Framsóknarflokksins. Hver borgar? Nú við, skattgreiðendur og stjórnkerfið allt sem þarf að búa við þetta endalausa fúsk og virðingarleysi fyrir lögum og reglum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: