Fréttir

Er allt tattú löglegt?

By Miðjan

December 07, 2015

Samfélag Hvaða lög gilda um starfsemi húðflúrsstofa og eftirlit með þeim? Og, eru einhver skilyrði fyrir notkun á búnaði sem er notaður við húðflúrun? Þannig spyr þingkonan Jóhanna María Sigmundsdóttir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.

Og hún spyr um meira til. Til dæmis hversu margar húðflúrsstofur eru með starfsleyfi og hvort haldin sé skrá yfir tilvik í heilbrigðiskerfinu sem rekja má til húðflúrunar. Og hún vill fá að vita nmeira. Till dæmis hvort heilbrigðisráðherrahyggist beita sér fyrir setningu reglna um starfsemi húðflúrsstofaog hvort hann hafi í hyggju að leggja til að starfsheiti húðflúrara verði löggilt.

 

Þingkonan bíður eftir skrifllegu svari frá ráðherra.