- Advertisement -

Er áhugaleysið hagsmunatengt?

Ragnar Önundarson skrifar:

Allar ríkisstjórnirnar eftir hrun hafa verið áhugalitlar um að endurheimta fé sem komið var úr landi fyrir hrun. Interpol getur aðstoðað okkur við að rekja slóð peninga, ef um sakamálarannsókn er að ræða. Til eru einnig aðilar sem sérhæfa sig í að afla upplýsinga og elta stolið fé uppi. Kroll Associates er eitt þeirra. Hvað varð t.d. um lánið sem Robert Tschengis fékk ? Hvar eru peningarnir? Inn á hvaða reikninga skiptist fjárhæðin endanlega? Getur verið að áhugaleysið sé hagsmunatengt? Það er leiðinlegt að þurfa að halda áfram að spyrja svona, en frá fornu fari hefur verið spurt „hver hagnast“? Kröfur fyrnast en eignarréttur ekki.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: