- Advertisement -

Er að undra að þjóðin sé klofin?

Leigjendur búa við aðra verðbólgu en viðsemjendurnir.

Gunnar Smári skrifar:

Frá 2011 hefur leiguverð lítilla íbúða í mið- og vesturbæ Reykjavíkur, þar sem leiguíbúðir eru flestar, hækkað um 89% á sama tíma og vísitala neysluverðs hefur hækkað um 27%. Þetta hefur valdið því að leigjendur á lægstu launum búa við allt aðra verðbólgu (eins og Viðar Þorsteinsson benti á í fréttum í gær) en viðsemjendur þeirra, búa við verðbólgu langt langt yfir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans.

Árleg verðbólga láglaunafólks á leigumarkaði hefur verið um 5,1% frá 2011. Seðlabankinn notar gríðarlegt fé til inngripa á gjaldeyrismarkaði til að halda niðri skráðri verðbólgu, en hefur ekkert gert til að hemja verðbólgubálið sem láglaunafólk á leigumarkaði býr við.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Á sama tíma hefur sú verðbólga sem eignafólk býr við verið í reynt lægri en mæld verðbólga, þar sem 2/3 hluta mældrar verðbólgu er vegna húsaleigu og húsnæðiskostnaðar þeirra sem skulda íbúðalán. Á sama tíma og láglaunafólk á leigumarkaði horfir á ráðstöfunarfé sitt lækka að raunvirði um 5,1% á ári hefur ráðstöfunarfé hinna skuldlausu aðeins lækkað um 1,1% vegna verðbólgu. Og í reynd minna en það, því viðsemjendur láglaunafólksins á leigumarkaði á verðtryggðar eignir og því hefur það í reynd grætt á verðbólgunni, haft af henni ágætar tekjur umfram verðbreytingar innan þess heims sem þau lifa.

Þrátt fyrir þetta hafa laun þeirra sem búa í raunveruleika lágrar verðbólgu verið hækkuð um 40, 50, 60, 70 og 80 prósent að undanförnu. Og fólkið sem hefur fengið þær launahækkanir hefur boðið hinum, sem búa í veruleika óðaverðbólgu, 2,5% launahækkun.

Er að undra að þjóðin sé klofin?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: