- Advertisement -

Enn skelfur jörð við Svartsengi – Magnús Tumi: „Staður þar sem geta orðið miklar skemmdir“

Jarðskjálftavirkni heldur áfram við Svartsengi en í gær mældust um 370 skjálftar á svæðinu. Sá stærsti mældist 3,1 stig.

Fyrir tveimur til þremur vikum hófst jarðskjálftahrina við Svartsengi á Reykjanesi. Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur segir að land hafi nú þegar risið um nokkra sentimetra á svæðinu og hætta ´sé á miklu tjóni á innviðum ef eldgos hæfist við Svartsengi.

„Það er skýrt merki um að kvika sé byrjuð að troða sér inn á fjögurra til fimm kílómetra dýpi,“ segir Magnús Tumi 

Sjá einnig: Ólafur jarðeðlisfræðingur: „Það seg­ir manni bara það að það hlýt­ur að vera mik­il hætta á eld­gosi“

Magnús Tumi

Kæmi til eldgoss segir Magnús Tumi líklegast að það yrði á þeim slóðum þar sem land rís nú. Á þeim slóðum eru miklir innviðir: raforkuver í Svartsengi, Bláa lónið, Grindavíkurvegur og hitaveitulagnir.

„Þannig getur orðið mikið tjón þó að það yrði ekki mjög stórt gos. Þetta er svona staður þar sem geta orðið miklar skemmdir,“ segir Magnús Tumi.

Jarðeðlisfræðingurinn Ólafur G. Flóvens, fyrrum forstjóri Íslenskra orkurannsóknar, tekur undir með Magnúsi Tuma. „Það seg­ir manni bara það að það hlýt­ur að vera mik­il hætta á eld­gosi í kring­um Grinda­vík, í Svartsengi og í Eld­vörp­um við nú­ver­andi aðstæður,“ segir Ólaf­ur og bætir því við að hefjist eldgos við Svartsengi yrðu Bláa lónið og orkuverið í Svartsengi í mikilli hættu vegna hraunrennslis. Mestar áhyggjur hafi hann þó af Grindavík.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: