Unglingar halda áfram að lesa minna og lítill leshraði þeirra hamlar námi. Þeir verja þó meiri tíma með foreldrum sínum en áður og ofbeldi og einelti í skóla dregst saman milli ára.
Í skýrslunni Ungt fólk 2014 koma fram niðurstöður rannsóknar meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla á Íslandi árið 2014 með samanburði við árin 2000, 2006, 2009 og 2012. Gagnasöfnun fór fram með spurningalistakönnun í febrúarmánuði 2014.
Líkt og í fyrri rannsóknum er athyglinni beint að ýmsum þáttum í lífi unglinga sem varða hagi þeirra, s.s. menntun, menningu, félags, – íþrótta- og tómstundastarf, heilsu, líðan og vímuefnaneyslu. Í textanum eru niðurstöður settar fram á 91 tölusettri mynd og 23 töflum, en fleiri töflur eru í viðauka.
Helstu niðurstöður eru þessar:
- Áfram dregur úr lestri bóka
- Lítill leshraði hamlar námi
- Unglingar verja sífellt meiri tíma með foreldrum sínum
- Stúlkur í 9. og 10. bekk telja andlega heilsu sína lakari nú en áður
- Ofbeldi og einelti virðist dragast saman
- Færri vinna með námi en áður
sjá á vef menntamálaráðuneytis.