Fréttir

Enn meiri peningar til flokkanna

By Miðjan

January 09, 2019

„Hámarksframlög til stjórnmálasamtaka eru nú 550 þús. kr. frá lögráða einstaklingum eða lögaðilum. Sé um stofnframlag að ræða má hámarksframlag nú vera allt að 1.100 þús. kr.,“ segir í frétt Ríkisendurskoðunar. Hámarkið var 400 þúsund en var hækkað nú um áramótin.

Nú er opnað fyrir að einstaka deildir innan stjórnmálaflokka megi nú fá styrki. „Þá mega stjórnmálafélög innan samstæðu stjórnmálasamtaka taka á móti framlögum einstakra lögaðila umfram hámarksframlag, samtals innan samstæðu að hámarki 100 þús. kr.,“ segir í sömu frétt.

Ekkert breytist varðandi styrki til þátttakenda í prófkjörum: „Hámarksframlög til einstaklinga í persónukjöri eru óbreytt, alls 400 þús. kr. frá lögráða einstaklingum eða lögaðilum.“