- Advertisement -

Enn grætur Davíð Trump

„Það fylg­ir því oft heil­mik­il sjálfs­ásök­un að vakna upp „vit­ur eft­ir á“. Don­ald Trump hafði, sem for­seti fyrstu tvö árin, meiri­hluta í báðum deild­um þings­ins og hefði getað nýtt tíma sinn bet­ur en hann gerði. Hann hefði til að mynda getað beitt sér fyr­ir því að breyta um­gjörð banda­rískra kosn­inga í átt við það sem best þekk­ist ann­ars staðar. En þótt Trump hefði verið svo fram­sýnn er ekki óhugs­andi að flokk­ur demó­krata hefði samt sem áður getað náð að mis­nota aðstöðu sína í ein­stök­um ríkj­um með vís­un til kór­ónu­veirunn­ar. Þeir svif­ust einskis þegar Trump átti í hlut, eins og galdra­fárið um sam­særi Pútíns og Trumps sýn­ir, sem var frá upp­hafi til enda byggt á sam­suðu sem kosn­inga­stjórn Demó­krata­flokks­ins hafði látið gera og kostaði.“

Þetta er sýnishorn af Reykjavíkurbréfi morgundagsins. Og meira:

„Efti­r­á­spek­in bend­ir einnig til þess að re­públi­kan­ar hefðu sjálf­ir getað brot­ist inn í leik­fléttu demó­krata og tryggt með ein­föld­um hætti að kjör­fund­ir stæðu í all­marga daga og væru opn­ir leng­ur og eng­in at­kvæði yrðu tal­in fyrr en öll at­kvæði væru kom­in í hús, eins og gert var á sín­um tíma í lok heims­styrj­ald­ar, t.d. í Bretlandi til að tryggja að fjöl­menn herlið þeirra, þá um víða ver­öld, næðu að kjósa. Sú brjálæðis­lega aðferð að sturta at­kvæðum heim eft­ir ósk­um ein­stak­linga, sem kjör­stjórn­ir þekktu eng­in deili á, og treysta þeim fyr­ir kosn­ing­um og láta svo safna þeim sam­an í útboði, er auðvitað ein­hver ósvífn­asti póli­tíski leik­ur sem hægt er að leggja í.

En það er búið og gert. Og þar sem það var ekki fyrr en á loka­spretti að leitað var at­beina dóm­stóla um vafa­sama aðkomu, sem Hæstirétt­ur hafnaði, sitja menn sár­ir og svekkt­ir uppi með niður­stöðu hans. Þar með verða menn að kyngja því að sett­ur hef­ur verið punkt­ur. Biden telst því sam­kvæmt laga­bók­stafn­um rétt­kjör­inn for­seti. Hversu lengi sú niðurstaða dug­ar hon­um er önn­ur saga, eins og nýj­ustu dæm­in um af­rek hans sýna.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: