Enn eru þrælabúðir á Íslandi
„Fyrstu vetur hinna erlendu launamanna var ömurlegur, þeir notuðu dagblöð til þess að reyna að hlýja sér.“
Guðmundur Gunnarsson skrifar: „Þetta hefur ekkert breyst frá þeim tíma þegar við lentum í slagnum við ráðherrana og stjórnvaldið í Kárahnjúkunum. Þar hikuðu ráðherrar ekki við að kippa öllu eftirlitskerfinu úr sambandi svo hægt væri að níðast á minni máttar.
Halldór Ásgrímsson mætti með sitt embættismannasett upp í Kárahnjúka og hélt það ræðu í beinni útsendingu á RÚV þar sem hann þakkaði hinu ítalska fyrirtæki fyrir hönd íslenska lýðveldisins sérstaklega að hafa komið hingað til þess að auka velsæld á Íslandi og tók úr sambandi allt brunaeftirlit, vinnueftirlit og eftirlit með aðbúnaði. Hann gekk svo langt að lýsa því yfir að vinnubúðirnar væru glæsileg mannvirki og hann ásamt konu sinni væri jafnvel að velta fyrir að flytja upp í Kárahnjúka.
Fyrstu vetur hinna erlendu launamanna var ömurlegur, þeir notuðu dagblöð til þess að reyna að hlýja sér. Þegar reynt að var að kanna launakjör var komið í veg fyrir að Vinnueftirlitið sinnti sínu eftirlitstarfi. Í dag er Ísland í nákvæmlega sömu stöðu og reka þrælabúðir til þess að lagfæra hagkerfið.
Hér er að finna helstu ástæðu þess að á Íslandi til eru launataxtar langt fyrir neðan allt velsæmi. Íslenskum fyrirtækjum var gert að nota velbúnar vinnubúðir, lágmarks matsali og uppfylla ökuréttindi og vinnuvélaréttindi. Ítalska fyrirtækið fékk hins vegar að nota menn sem ekku voru einu sinni með ökuréttindi hvað þá vinnuvélaréttindi eða meira próf.
Allt liðið var á unglingataxta og engar álögur ef einhver veiktist eða var svo ósvifinn að slasast var sendur umsvifalaust heim og engin veikindaréttur greiddur.“