Enn er verðhjöðnun á Íslandi
- þegar húsnæðisliðnum er sleppt í mælingum. Vextir hér eru eigi að síður margfaldir á við önnur lönd.
Á einu ári hefur verið 2,6 prósenta verðhjöðnun á Íslandi, það er þegar húsnæðisliðnum er sleppt úr mælingunum.
Í maí mældist 1,41 prósent verðhjöðnun. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði, þ.e. reiknuð húsaleiga, hækkaði um 2,5 prósent milli mánaða.
Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 8,6 prósent í maí.
Meðan hér er í raun verðhjöðnun búum Íslendingar enn við margfalt hærri vexti en eru í nálægum löndum.
Þú gætir haft áhuga á þessum
-sme