- Advertisement -

Enn er og verður brotsjór í Valhöll

Varla snýst forystusveitin gegn slíkri tillögu – eða hvað?

„Það er þegar ljóst að sú yfirlýsing, sem ríkisstjórnin hefur sent frá sér vegna orkupakka 3 mun ekki lægja öldur innan Sjálfstæðisflokksins vegna þess máls,“ skrifar Styrmir Gunnarsson um vandræðaganginn innan Sjálfstæðisflokksins.

„En það er til ein lýðræðisleg aðferð til þess að gera út um málið innan flokksins á þann veg, að allir hljóta að geta orðið sáttir. Af viðbrögðum við tillögu Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um málið má ráða að stjórnarflokkarnir muni ekki fallast á slíka málsmeðferð. Auðvitað getur forseti Íslands komið þar til skjalanna, eins og fordæmi er fyrir og ekki ólíklegt að á það verði látið reyna, hvort hann er tilbúinn til þess,“ skrifar Styrmir á vef sinn, styrmir.is.

Styrmir viðrar hugsanlega leið:

„En leiðin fyrir sjálfstæðismenn til þess að ná sáttum í eigin röðum er þessi:

Efnum til atkvæðagreiðslu meðal allra flokksbundinna sjálfstæðismanna, sem sennilega eru 40-50 þúsund talsins um hvað gera skuli. Það er lýðræðisleg aðferð í lýðræðislegum flokki og einfalt tæknilega séð að efna til slíkrar atkvæðagreiðslu.

Varla snýst forystusveit Sjálfstæðisflokksins gegn slíkri tillögu – eða hvað?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: