- Advertisement -

Enn eitt dæmið um ónýt stjórnmál

Þór Saari skrifar:

Enn eitt dæmið um stjórnmál sem eru ónýt. Frumvarpið um breytingu á sóttvarnarlögum var lagt fram á Alþingi 23. nóvember og hefur safnað ryki hjá velferðarnefnd Alþingis sem er undir forystu Ólafs Gunnarssonar VG liða síðan. Alþingi er í jólafríi (já ennþá þótt það sé 15. janúar) og hittist aftur í næstu viku. Þessi frétt Stundarinnar fjallar um algerlega óafsakanlegt klúður stjórnvalda í sóttvörnum á landamærunum.

„Möguleikinn á að fara í fjórtán daga sóttkví við komu til landsins er smuga fyrir Covid-19 veiruna inn í landið og samfélagið. Mörg tilfelli eru um að fólk virði ekki sóttkvína Í tvígang hefur sóttvarnarlæknir reynt að fá heimild til að afnema þann möguleika en ekki gengið. Með auknum fjölda þeirra sem greinst hafa með svokallað breskt afbrigði veirunnar, sem er mun meira smitandi en önnur, eykst hætta vegna þessa. . . . Sigurgeir sagði óviðunandi að ekki væri búið að breyta sóttvarnarlögum svo hægt væri að skikka fólk í sýnatöku. Nauðsynlegt væri að bregðast hratt við og breyta lögunum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: