Guðrún Hafsteinsdóttir:
„Þá hyggst ég einnig setja af stað vinnu til að rýna skýrslu umboðsmanns Alþingis með það fyrir augum að bregðast við ábendingum hans um endurbætur og lagfæringar eftir því sem frekast er unnt.“
„Í skýrslunni er dregin upp dökk mynd af stöðu kvenfanga í íslenskum fangelsum,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra, innt eftir viðbrögðum við skýrslu umboðsmanns Alþingis um konur í fangelsum sem birtist á dögunum. Hún segir í samtali við Morgunblaðið að stefna þurfi að sérstöku opnu vistunarúrræði fyrir konur.
Staða kvenfanga er á ýmsan hátt lakari en staða karlfanga að mati Guðrúnar. Nefnir hún sérstaklega félagslega stöðu kvenfanga og skort á vímuefnaúrræðum fyrir þær.
Gott er að muna að Sjálfstæðisflokkur hefur haft með dómsmálaráðuneytið að gera lengur en nokkur man. Flokkur er flatreka á leið upp í fjöru og bæta þessa játningar stöðuna. En skoðum Moggann og ráðherrann betur:
Guðrún ráðherra:
„Þarna vil ég gera bragarbót og stefni meðal annars að sérstöku opnu úrræði fyrir konur.“
„Stór hluti kvenfanga glímir til dæmis við alvarlegan vímuefnavanda en þær fá hvað minnsta aðstoð innan refsivörslukerfisins við að ná tökum á vanda sínum,“ segir hún og bætir við.
„Þarna vil ég gera bragarbót og stefni meðal annars að sérstöku opnu úrræði fyrir konur.“
Þá ætlar hún að kanna hvaða úrbætur sé hægt að ráðast í og ræða það á vettvangi ríkisstjórnarinnar sem allra fyrst.
„Þá hyggst ég einnig setja af stað vinnu til að rýna skýrslu umboðsmanns Alþingis með það fyrir augum að bregðast við ábendingum hans um endurbætur og lagfæringar eftir því sem frekast er unnt.“
Í lok fréttarinnar er þetta:
„Forstjóri Fangelsismálastofnunar sagði í síðustu viku við mbl.is að hann styddi hugmyndir um sérstakt kvennafangelsi. Í dag eru kvenfangar vistaðir í fangelsunum á Hólmsheiði og að Sogni. Fangelsið að Sogni er opið vistunarúrræði en þar eru þrjár konur og átján karlmenn.“
Þetta er svo geggjað. Ekkert er gert fyrr en allt er komið í hnút. Nú stendur fólkið og klórar sér í kollinum og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Íslensk stjórnmál.
-sme