Mannlíf

Enn einn sigur Guðmundar Felix: „Kominn tími á að nýta þessa úlnliði“

By Ritstjórn

June 06, 2022

Guðmundur Felix Grétarsson er gangandi kraftaverk og af honum berast reglulega stórkostlegar fréttir. Hann birti ansi magnaða mynd á Facebook-síðu sinni sem sýnir nýjasta sigurinn. Eins og alþjóð veit gekkst hann undir handleggjaágræðslu í Frakklandi fyrir um 16 mánuðum og hefur bataferli hans gengið vonum framar.

Myndina má sjá hér neðan og undir hana skrifar Guðmundur Felix:

„Var aðeins að láta laga úrið. Kominn tími á að nýta þessa úlnliði.“

Eins og flestir líklegast vita voru græddir á Guðmund nýir handleggir þann 14. janúar síðastliðinn, eftir að hann missti þá báða í hræðilegu slysi árið 1998, þá 26 ára gamall.

Guðmundur hefur leyft fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum að fylgjast með daglegu lífi sínu og sigrum, bæði stórum og litlum, frá því að hann gekkst undir aðgerðina.