- Advertisement -

Enn ein aðförin að vinnuaflinu

Sólveig Anna skrifaði:

Vinnumarkaður Stjórn Eflingar mótmælir harðlega áformum ríkisstjórnarinnar um að skerða réttindi verkafólks í lífeyrissjóðum til að fjármagna nýtt stuðningskerfi við atvinnuþátttöku fólks með örorku. Stjórnvöld ætla sér að afnema sérstakt jöfnunarframlag til lífeyrissjóða vegna örorkubyrði og láta þá milljarða fara í fjármögnun stuðningskerfisins. Ef af þessu verður þarf verka og láglaunafólk, sem stritar myrkranna á milli fyrir hagvöxtin, að sætta sig við 200 til 270 þúsund króna lægri ellilífeyri árlega.

Hér er um að ræða enn eina aðförina að tilveruskilyrðum vinnuaflsins. Við í stjórn Eflingar ætlum ekki að sitja þegjandi hjá og leyfa stjórnvöldum að komast upp með hana. Við munum berjast þangað til að fallið verður frá þessum lágkúrulegu og skammarlegu áformum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: