- Advertisement -

Enn bjargar Alþingi þjóðinni

Alþingi hefur enn og aftur tekið að sér að bjarga þjóðinni. Þingið stendur sig. Því er hægt að treysta. Það er sama hvað hver kvartar. Alþingi stendur traustum fótum. Og ætlar að treysta þá enn frekar. Vonandi mun þjóðin átta sig á, fyrr en síðar, að Alþingi bjargar þjóðinni. Sem svo oft áður.

Til að allt gangi að óskum. Svo Alþingi geti í raun bjargað þjóðinni þarf Alþingi að gera lítils háttar breytingar. Alþingi vantar ekki nema sautján nýja aðstoðarmenn. Minna má það ekki vera. Þingmennirnir einir og sér geta ekki bjargað þjóðinni. Til þess þurfa þeir aðstoðarmenn. Skárra væri það nú.

Alþingi á sinn eigin forseta. Hann sagði að með nýjum sautján aðstoðarmönnum muni Alþingi sækja fram. Auka sókn sín, til bjargar þjóðinni.

Þökk sé fyrir hið háa Alþingi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: