- Advertisement -

Engu að tapa óska gjaldþrotaskipta gömlu bankanna

Viðskipti „Það eru einkum tveir hópar sem hafa hagsmuni af því að föllnu bankarnir verði ekki teknir til gjaldþrotaskipta,“ skrifar Haukur Örn Birgisson lögmaður í Viðskipablað Morgunblaðsins. Tilefnið er mál Heiðars Má Guðjónssonar, sem óskaði eftir að Glitnir yrði tekin til gjaldþrotaskipta, en fékk á síðasta degi kröfu sína greidda að fullu.

„Möguleikinn á að fá kröfu sína greidda að fullu, í stað þess að fá 30% hennar greidd eftir nokkur ár, hlýtur að vera afar eftirsóknarverður fyrir lífeyrissjóðina. Það er jafnvel eðlileg og sjálfsögð krafa sjóðfélaga að láta á málið reyna. Fyrir íslenska skattgreiðendur hlýtur það sömuleiðis að vera hagsmunamál að ríkissjóður, Seðlabankinn eða aðrar ríkisstofnanir á meðal kröfuhafa fari fram á gjaldþrotaskipti yfir bönkunum og freisti þess að erlendir kröfuhafar endurtaki leikinn. Hverju hafa þessir aðilar að tapa?“

Hverjir hafa hagsmuni á að halda slitameðferðinni áfram?

„Annars vegar þeir sem starfa við slitastjórn þeirra og hins vegar þeir kröfuhafar sem t.d. vilja reyna að hámarka verðmæti eigna bankanna til lengri tíma litið. Það er ekkert launungarmál að einstaklingar í slitastjórn og starfsmenn hinna föllnu banka hafa verulega fjárhagslega hagsmuni af því að slitin taki langan tíma og að þeim ljúki með nauðasamningum. Sumir eru beinlínis með ákvæði í sínum samningum um hagsmunatengda þóknun eða launabónusa ef slitum lýkur með nauðasamningi. Þessir hagsmunir gætu farið forgörðum ef til gjaldþrotaskipta kemur. Þá hafa einstaka kröfuhafar væntingar til þess að föllnu bankarnir haldi áfram í slitameðferð um ókomin ár þar sem áætlanir standa til að auka verðmæti tiltekinna eigna. Í huga þeirra er ekki heppilegur tími núna til að selja eignir, sem gætu hækkað í verði með tíð og tíma. Af tilviki Heiðars að dæma virðist liggja fyrir að sumir kröfuhafar eru tilbúnir að ganga ansi langt til að tryggja að bankarnir verði ekki teknir í gjaldþrotameðferð.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: