- Advertisement -

Enginn vill vera í biðlistafangelsi

Það er mögulega verið að búa til lyfjafíkla.

Guðmundur Ingi Kristinsson.

Skelfing, lömun, verkir, þrálátir verkir, reiði, útbrot, svefntruflanir, svefnleysi, doði, framtaksleysi, persónuleikabreytingar, fjármálaáhyggjur o.fl. Hinn sjúki á að bryðja sínar Parkódín forte töflur og önnur lyf, þegja þangað til röðin kemur að honum, fyrst bíða eftir að komast á biðlista eftir sérfræðingnum og svo á aðgerðabiðlista.

Þetta var meðal þess sem Guðmundur Ingi Kristinsson sagði í þingræðu í dag.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hann sagði einnig:

Ungt fólk, miðaldra fólk og aldrað fólk sem er veikt og er á biðlista í mánuð, heilt ár eða lengur gleypir þúsundir verkjataflna og fjölda annarra lyfja. Það er grafalvarlegt mál. Það er mögulega verið að búa til lyfjafíkla. Veikt fólk hefur samband við mig og kvartar undan því að komast ekki í aðgerðir vegna krabbameins, liðskiptaaðgerð eða aðrar lífsnauðsynlegar aðgerðir sem það er á biðlista eftir. Það er grafalvarlegt mál að láta fólk grotna niður á biðlista í lyfjavímu fyrir framan börnin sín, maka og ættingja.

Okkur ber skylda til að aðstoða veikt fólk sem lifir á verkjalyfjum, bólgueyðandi lyfjum og öðrum lyfjum og þarf svefnlyf til að geta sofið fyrir verkjum. Það vill enginn vera dæmdur í biðlistafangelsi fyrir það eitt að veikjast, fangelsi sem skaðar fólk andlega og líkamlega svo að það bíður þess mögulega aldrei bætur. Á barna- og unglingageðdeildinni eru börn á biðlista.

Trúið mér, þarna vill enginn vera og það er okkar að sjá til þess að svo sé ekki.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: