Leigufyrirtækið Heimavellir er ekki meðal vinsælustu fyrirtækja landsins. Upplausnarverð fyrirtækisins er talsvert meira en markaðsvirði þess.
Þetta má lesa í viðskiptablaði Moggans. „Markaðsverðmæti leigufélagsins Heimavalla er 29% lægra en nýtt verðmat ráðgjafafyrirtækisins Capacent frá 22. október segir til um. Capacent verðmetur gengi félagsins á 1,42 kr. hlut á meðan markaðsverðmæti hvers hlutar er 1,1 kr. Markaðurinn metur því fyrirtækið á 12,4 milljarða á meðan Capacent metur fyrirtækið á 16 milljarða,“ segir þar.
Og síðan þetta: „Í verðmati Capacent frá því í júlí kom fram að réttast væri fyrir eigendur Heimavalla að selja eignir sínar og leysa félagið upp og sú staða er enn uppi enda var bókfært virði eigin fjár fyrirtækisins um mitt þetta ár 18,6 milljarðar króna, 7,2 milljörðum hærra en markaðsverðmæti fyrirtæksins. „Ef eitthvað er þá hefur markaðsverð Heimavalla lækkað. Það gæti því verið enn hagstæðara að selja eignirnar,“ segir Snorri Jakobsson hjá fjármála og hagfræðiráðgjöf Capacent við ViðskiptaMoggann.“