Samkvæmt skoðanakönnunum Prósents fyrir Moggann sýna að enginn ráðherra Framsóknar nær kjöri á laugardaginn. Flokkur fengi aðeins þrjá þingmenn. Sem yrði kjaftshögg fyrir þennan elsta stjórnmálaflokk landsins.
Sigurður Ingi formaður tók áhættu með því að setjast í annað sæti listans í Suðurkjördæmi. Halla Hrund Logadóttir sem er þá í fyrsta sæti listans í Suðurkjördæmi rétt nær inni.
Ef fer sem Mogginn kynnir í dag verða þingmennirnir aðeins þrír: Halla, Hrund, Ingibjörg Isaksen úr Norðausturjördæmi og Stefán Vagn Stefánsson í Norðvesturkjördæmi.
Framsókn fengi því ekki þingmenn í Reykjavík og ekki í Kraganum.
Nú er myrkur í Framsókn.
-sme