Fréttir

Enginn lýst á áhuga á að kaupa banka

By Miðjan

April 04, 2017

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra svaraði Ástu Guðrúnu Helgadóttur, um hugsanlega sölu Landsbanka og eða Íslandsbanka í dag.

Ráðherrann sagðist ekki hafa haft samband við neinn vegna þessa. „É hef ekki undirbúið neina lýsingu á sölu bankanna og það hefur enginn haft samband við mig og lýst áhuga á því að eignast þessa banka. Ég hef sagt að þegar við seljum þá eigum við að gera það í góðri sátt, gera það eftir reglum sem góð sátt er um og í opnu og gagnsæju ferli. Það tel ég að sé afar mikilvægt. Ég held að sé mikilvægt að þegar við seljum bankana í þetta sinn þá endurtökum við ekki mistökin sem gerð voru þegar bankarnir voru seldir síðast.“