Enginn lifir á 80 prósent launum
Það er ekkert heilbrigt við það að vinna á þrískiptum vökum í 100 prósent vinnu.
„Fólk sem er að vinna krefjandi og erfið störf, þar sem verið er að sinna sjúklingum á þeirra verstu tímum í lífinu, ræður yfirleitt ekki við að vinna í meira en 80 prósent hlutfalli í vaktavinnu, á meðan vinnuvikan er 40 klukkustundir. En vandinn er sá að enginn lifir á 80 prósent launum, þá fer fólk annað,“ sagði Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélagsins, í viðtali um helgina.
Orð Söndru eru meira en eftirtektarverð. Núverandi fyrirkomulag virðist ekki ganga upp.
Sjálf hefur hún unnið nokkur tímabil í 100 prósent starfshlutfalli, hún segir það ekki ganga til langs tíma. „Það er ekkert heilbrigt við það að vinna á þrískiptum vökum í 100 prósent vinnu,“ sagði Sandra.