Gunnar Smári skrifar:
Dagur B. Eggertsson er fyrsti framkvæmdastjórinn í háa herrans tíð sem hefur staðið frammi fyrir því að meirihluti lægst launa fólksins hefur samþykkt verkfall vegna getu- og áhugaleysis viðsemjenda, ekki meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði heldur hreinn meirihluta þeirra sem gegna þessum störfum. Enginn framkvæmdastjóri hefur magnað upp jafn mikinn baráttuvilja meðal launafólks. Og hvernig bregst Dagur við, þegar öll viðvörunarljós loga? Hann kemur fram með sama hroka og áður, talar yfir ákvörðun starfsfólksins og þykist sjálfur vera verndari þeirra og vita betur. Á móti einhuga vilja starfsfólksins um berjast fyrir launahækkunum segir hann: „En ég hef auðvitað áhyggjur af því að ýmis orð sem hafa fallið og yfirlýsingar þýði það að það sé lengra í land en maður getur vonað. En ég held að allir hljóti að átta sig á þessu stóra samhengi og því hversu mikilvægir lífskjarasamningarnir eru, ekki síst fyrir þá sem eru með lægstu launin.“
Og svo spurði fólk sig snemmsumar 2018 hvers vegna sósíalistar hafi ekki gengið inn í þennan meirihluta? Til að fara í stríð við láglaunafólkið í borginni, skilgreina verkalýðsfélag þess sem óvin einhvers stórs samhengis sem Dagur þykist vera að vernda?