- Advertisement -

Enginn greindist með alnæmi árið 2014

Á síðasta ári greindust tíu einstaklingar með HIV-smit hér á landi. Einungis tveir íslendingar voru meðal þeirra.  Enginn greindist með alnæmi á árinu eða lést af völdum sjúkdómsins.

Meir en helmings fækkun hefur orðið á fjölda greindra með HIV-smit frá árunum 2010 – 2011, en þá greindust margir vegna sögu um fíkniefnaneyslu í æð. Einungis einn greindist með þann áhættuþátt árið 2014.

Af þeim tíu sem greindust á árinu 2014 voru sex samkynhneigðir karlar og þrír voru gagnkynhneigðir þar sem kynmök voru talinn áhættuþáttur. Meðaldur þeirra sem greindust var 44 ár, sá yngsti var 28 ára en sá elsti 55 ára.
Það er athyglisvert að sex þeirra sem greindust á árinu voru með þekkt smit fyrir komu til landsins.

Sjá frétt á vef Landlæknis.

 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: