„Verðtryggingin var sett til þess að bregðast við verulega neikvæðum aðstæðum í efnahagslífinu,“ sagði Birgir Þórarinsson, Miðfokki á Alþingi.
„Verðtryggingin á árunum í kringum 1980 var um sextíu prósent. Bankainnstæður og lán urðu að engu og bankar skiljanlega mjög tregir til lánveitinga. Við það bættust aðstæður á heimsvísu eins og mjög hátt olíuverð. Í dag búum við við allt aðrar aðstæður. Verðbólga er lág, hér ríkir stöðugleiki og olíuverð er lágt. Þrátt fyrir það er verðtryggingin enn í fullu gildi. Í sögulegum og efnahagslegum samanburði er engin þörf fyrir verðtryggingu á Íslandi í dag. Stjórnmálaflokkar hafa reglulega fyrir kosningar ýmist lofað því að draga úr vægi verðtryggingar eða afnema hana með öllu. Við þekkjum öll hvernig gengið hefur að efna loforðin, ekkert gerist og það er ekki síst ákvarðanafælni stjórnmálamanna að kenna,“ sagði þingmaðurinn Birgir Þórarinsson.