Skjáskot: Víglínan.

Greinar

Engin þörf á sölu Íslandsbanka

By Ritstjórn

February 24, 2020

Gunnar Tómasson hagfræðingur skrifar:

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir meiri slaka vera í hagkerfinu en gert var ráð fyrir. Því sé brýnt að hið opinbera komi inn með verulega innspýtingu í hagkerfið og nefnir til að mynda innviðafjárfestingar. Hagkerfið geti ekki beðið eftir því að sala Íslandsbanka verði að veruleika.

Umsögn.

Seðlabanki Íslands á nægan gjaldeyri fyrir erlendum kostnaði af hugsanlegum innviðafjárfestingum.

Eins getur SÍ skuldfært innlendan kostnað af slíkum fjárfestingum á ríkissjóð til endurgreiðslu síðar.

Það er því efnislega rangt að hagkerfið geti ekki beðið eftir því að sala Íslandsbanka verði að veruleika.