- Advertisement -

Engin samkeppni á fjármálamarkaði


Þetta fjármálakerfi er ósamkeppnishæft.

„Það er engin samkeppni á innlendum fjármálamarkaði. Ábyrgðin á því samkeppnisleysi liggur auðvitað að stórum hluta hjá eigandanum að stærstum hluta þess, þ.e. ríkinu sjálfu,“ sagði Þorsteinn Víglundsson á Alþingi í dag.

„Það er enginn þrýstingur af hálfu eigandans á að hér sé virk samkeppni á fjármálamarkaði. Fjármálakerfi sem er ekki samkeppnishæft á alþjóðavísu er byrði á því samfélagi sem það starfar í. Þetta fjármálakerfi er ósamkeppnishæft og allt of dýrt. Það er byrði á litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem ekki eiga kost á annarri fjármögnun. Það er byrði á íslenskum heimilum sem þurfa að rísa undir háum þóknanakröfum bankanna og háum fjármagnskostnaði. Það er orðið löngu tímabært að á þessu sé tekið, svo ekki sé nefnt það sem mestu máli skiptir í þessu sem er auðvitað kostnaðurinn sem af gjaldmiðlinum hlýst og verndin sem gjaldmiðillinn skapar þessu innlenda fjármálakerfi til þess að starfa án nokkurrar samkeppni,“ sagði þingmaðurinn.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: