…að fleiri af Engeyjarætt eru hluthafar í Hval hf ?
Ole Anton Bieldvedt birtir heilsíðu auglýsingu í Mogganum þar sem hann segir sína skoðun á þóknun Kristjáns Þórs Júlíussonar ráðherra við nafna sinn, Loftsson hvalfangara.
Í lok auglýsingarinnar, sem birt er í nafni Jarðarvina, segir þetta um „samstarf“ þeirra nafna: „Góða samstaða og samvinna það. Skyldi það hafa eitthvað að segja, að Einar nokkur Sveinsson, föðurbróðir fjármálaráðherra, varð um svipað leyti stjórnarformaður Hvals hf!? Eða, að fleiri af Engeyjarætt eru hluthafar í Hval hf ? Skyldi orðið klíkuskapur eiga við um þetta athæfi?“
Hér eru aðrar tilvitnanir í auglýsinguna:
„Og, hvað gerir hinn Kristján; sá sem valdið hefur!??
Þann 25. maí 2018 gefur hann út nýja reglugerð um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðum, nr. 533/2018, þar sem hann fylgir tillögum eða kröfum nafna síns Loftssonar í öllum megin dráttum.
Reglugerð til aukins hreinlætis og gæðaöryggis, sem sett var „til að tryggja að hvalaafurðir séu öruggar til neyslu, að þær séu ómengaðar og framleiddar við fullnægjandi hreinlætisaðstæður“, eins og segir í reglugerð 489/2009, sem enginn annar sjávarútvegsráðherra hafði treyst sér til að hrófla við Kristjáni Loftssyni til þóknunar, breytir nafni hans Þór, í grunnatriðum nákvæmlega skv. málaleitan Loftssonar, á tíu dögum!!“