Vilja ekki að einkareknir leikskólar greiði eigendum arð.
„Það er mikilvægt að staða barna sé jöfn og að engar gjaldskrár séu í skólum,“ segir í bókun sósíalista í borgarstjórn.
„Það sem komið hefur fram við skoðun innri endurskoðunar, og sósíalistar hafa vakið máls á, er að einkareknir leikskólar hafa verið að greiða sér út háar arðgreiðslur úr skólakerfinu og við því eru ekki neinir varnaglar. Í ljósi þess ætti ekki að veita meira af opinberu fé til þeirra fyrr en búið er að girða fyrir það í reglum borgarinnar að taka megi fé úr skólastarfinu til slíkra greiðslna. Sjálfstætt starfandi skólar eru misjafnir, með mismunandi áherslur og rekstrarform og mikilvægt er að ekki sé ýtt undir einkavæðingu skólastarfsins,“ segir í bókuninni.