Hrafn Magnússon skrifaði:
Kannski erum við í svipaðri stöðu í pólitíkinni og haustið 1979. Frá hausti 1978 var Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra í samstjórn Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. Óveðursský hrönnuðust upp árið 1979 og sprakk ríkisstjórnin um miðjan október það ár. Efnt var til alþingiskosninga sem fram fóru í byrjun desember 1979. Nú spyr sá sem ekki veit. verða alþingiskosningar í desember 2024 ? Sagan endurtekur sig oft.